AÐALHEIÐUR S. EYSTEINSDÓTTIR


STÚLKA Í HVÍTU PILSI
26.03-02.04.2005

Stúlka í hvítu pilsi er ég sjálf á sjötta ári, hamingjusöm og stöðugt að uppgötva. Þannig börn una sér auðveldlega ein. Ég er einbirni og fékk því alla þá athygli sem foreldrar mínir gátu veitt. Einnig átti ég afasystur í öllum nærliggjandi húsum sem kepptust við að hugsa um mig. Ég var mikið innan um eldra fólk, en auðvitað var stór hópur barna sem lék sér ýmist niðri á bryggjum eða uppi í fjalli tímunum saman. Flest vorum við frændsystkin og áttu þau eldri að gæta yngri barnanna. En í einveru fylgdist ég með mannlífinu út um stofugluggann heima, með útsýni yfir Aðalgötuna. Að sögn móður minnar var ég mjög viðráðanlegt barn, “þú söngst og dansaðir.”

The Girl in a White Skirt is myself, age five, discovering the world around me. Children happily do this all by themselves. I am an only child and thus got all the attention of my parents I wanted. In neighbouring houses I also had great-aunts who loved taking care of me. I liked the company of older people. But there was also a large flock of children who played down at the harbour or up in the mountain-side for hours on end. Many of us were related and the older ones looked after the younger ones. When alone I watched the world go by from our living room window, with a view of Aðalgata (Main Street). My mother says I was a very easy child. “you sang and danced.”

Texti: Aðalheiður S. Eysteinsdóttir.

Aðalheiður hefur haldið einkasýningar víða um heim sem og hérlendis. Skemmst er að minnast 40 sýninga sem hún hélt á 40 stöðum í heiminum í tilefni af fertugsafmæli sínu. Hún starfrækti Kompuna í 8 ár og hefur staðið fyrir nær 100 menningarviðburðum sem nefnast á slaginu sex. Aðalheiður tók virkan þátt í menningarlífinu í Listagilinu svokallaða á Akureyri en hefur nú flutt sig um set ásamt fjölskyldu sinni í Freyjulund sem var félagsheimili rétt norðan Akureyrar.

Frá því 1995, er Aðalheiður sýndi fyrst portret-spítukalla, hefur aðferðin verið að þróast og hugmyndirnar að skýrast. Hún leikur sér með afgangs efni og fundna hluti, einskonar varðveislu viðburða daglegs lífs. Eftirminnilegt fólk, vinir eða hlutirnir sjálfir verða kveikjan að skúlptúrum og lágmyndum