Salur Myndlistarfélagsins
Saga sýningarhalds í því rými sem galleriBox hefur hingað til lagt undir starfsemi sína er orðin nokkuð löng.
Upphaf hennar má rekja til þess er Aðalheiður Eysteinsdóttir hóf á þessum stað rekstur vinnustofu og stofnaði jafnframt galleriið Kompuna í afmörkuðum hluta hennar, litlum klefa sem hafði á árum áður verið verkstjóraherbergið þegar Kaupfélagið var þarna með sína starfsemi.
Sýningarhaldið hjá Aðalheiði var mjög blómlegt og ásamt því stóð hún fyrir frumlegum uppákomum og fyrirlestrum af ýmsu tagi.
Árið 2005, þegar Aðalheiður flytur starfsemi sína að Freyjulundi í Eyjafirði, taka þær stöllur Dögg Stefánsdóttir, Hanna Hlíf Bjarnadóttir og Jóna Hlíf Halldórsdóttir við vinnustofunni. Þær stofna GalleriBox 15.mars 2005 og lögðu þá strax á það áherslu að galleriið væri áfram framsækið og að sýningarstefnan tæki mið bæði af nýjungum og breidd listflórunnar.
Það þótti vel við hæfi á þeim tímapunkti að frumkvöðullinn Aðalheiður yrði fyrst listamanna til þess að sýna í BOXinu og allar götur síðan hefur starfsemi þess verið öflug og athyglisverð.
Ýmsir fleiri hafa orðið til þess að koma að rekstri gallerisins og hafa þá gjarnan tekið við er einhver hinna upphaflegu stofnenda hvarf að öðru, það hafa ávalt einhverjir verið til staðar til þess að bera kyndilinn áfram. Nú þegar Myndlistarfélagið á Akureyri hefur tekið við honum þá hefur vinnuaðstaðan sem slík verið aflögð og rýmið í heild sinni verið tekið undir sýningarsal.
Í félagsmönnum er mikill hugur að halda áfram með metnaðarfulla dagskrá sýninga enda byggja þeir á góðum grunni, áfram verður leitast við að taka púlsinn á þeim tilhneigingum í listinni sem eru nýjar af nálinni og vaxandi en einnig gaumur gefinn að áður lítt uppgötvuðum einstaklingum og verkum þeirra. Víða verður leitað fanga bæði nær og fjær, jafnt munu erlendir sem og íslenskir listamenn sýna.
GalleriBOX er íslenskt galleri sem veitir bæði athygli þeirri listrænu sköpun sem á sér stað í næsta nágrenni sem og á stærra sviði.
Fyrir hönd Myndlistarfélagsins,
Gústav Geir Bollason
Þórarinn Blöndal
Upphaf hennar má rekja til þess er Aðalheiður Eysteinsdóttir hóf á þessum stað rekstur vinnustofu og stofnaði jafnframt galleriið Kompuna í afmörkuðum hluta hennar, litlum klefa sem hafði á árum áður verið verkstjóraherbergið þegar Kaupfélagið var þarna með sína starfsemi.
Sýningarhaldið hjá Aðalheiði var mjög blómlegt og ásamt því stóð hún fyrir frumlegum uppákomum og fyrirlestrum af ýmsu tagi.
Árið 2005, þegar Aðalheiður flytur starfsemi sína að Freyjulundi í Eyjafirði, taka þær stöllur Dögg Stefánsdóttir, Hanna Hlíf Bjarnadóttir og Jóna Hlíf Halldórsdóttir við vinnustofunni. Þær stofna GalleriBox 15.mars 2005 og lögðu þá strax á það áherslu að galleriið væri áfram framsækið og að sýningarstefnan tæki mið bæði af nýjungum og breidd listflórunnar.
Það þótti vel við hæfi á þeim tímapunkti að frumkvöðullinn Aðalheiður yrði fyrst listamanna til þess að sýna í BOXinu og allar götur síðan hefur starfsemi þess verið öflug og athyglisverð.
Ýmsir fleiri hafa orðið til þess að koma að rekstri gallerisins og hafa þá gjarnan tekið við er einhver hinna upphaflegu stofnenda hvarf að öðru, það hafa ávalt einhverjir verið til staðar til þess að bera kyndilinn áfram. Nú þegar Myndlistarfélagið á Akureyri hefur tekið við honum þá hefur vinnuaðstaðan sem slík verið aflögð og rýmið í heild sinni verið tekið undir sýningarsal.
Í félagsmönnum er mikill hugur að halda áfram með metnaðarfulla dagskrá sýninga enda byggja þeir á góðum grunni, áfram verður leitast við að taka púlsinn á þeim tilhneigingum í listinni sem eru nýjar af nálinni og vaxandi en einnig gaumur gefinn að áður lítt uppgötvuðum einstaklingum og verkum þeirra. Víða verður leitað fanga bæði nær og fjær, jafnt munu erlendir sem og íslenskir listamenn sýna.
GalleriBOX er íslenskt galleri sem veitir bæði athygli þeirri listrænu sköpun sem á sér stað í næsta nágrenni sem og á stærra sviði.
Fyrir hönd Myndlistarfélagsins,
Gústav Geir Bollason
Þórarinn Blöndal