JÓN SÆMUNDUR AUÐARSON


SJÁÖLDUR
19.11-18.12.2005

Jón Sæmundur lærði í Myndlistaskólanum í Reykjavík og svo Masterinn í Glasgow School of art frá árunum 1995-2001.
Jón starfar sem myndlistamaður og er eigandi Nonnabúðar en hann hlaut tilnefningu Menningaverðlauna DV 2004 fyrir verslunina og sýningu sína Hinum megin í Safni á síðasta ári.
Verk Jóns Sæmundar Auðarsonar eru nútímaleg en á sama tíma horfir hann til fortíðar. Hann endurvinnur hið þjóðlega og náttúrulega og fær fólk til að líta það nýjum augum. Tengingin á milli fortíðarinnar og nútíðarinnar er í gegnum dauðann og í dauðanum býr eilífðin. Í eilífðinni er ljósið, sem skín nú skærar en fyrr í verkum listamannsins.
Líkt og hann sameinar hið gamla og nýja, hittast borg og sveit í verkum hans. Jón Sæmundur færði Reykvíkingum dynjandi foss í miðbæinn á ljósahátíð og einnig hefur hann handmálað kjálkabein úr kindum svo þau verða straumlínulaga og glansandi. Listamaðurinn hefur sterkt fegurðarskyn og í sýningum hans vegur sjónræni þátturinn jafnt og hinn huglægi.