TÍSKUSÝNING FRÚARINNAR



AKUREYRARVAKA
27.08.2005

Frúin í Hamborg, Spútnik og Múndering sýndu fatnað með undirleik DJ Sverris.
Guðrún og Þorbjörg reka verslunina "Frúin í Hamborg", sem er antík og ekki-antík búð sem selur allt mögulegt gamalt dót og fatnað sem er 30 ára og eldri. Þetta er Frúin í Hamborg, flottasta verslunin á Akureyri. Þar eru seldir innanstokksmunir keyptir hér norðan heiða og á mörkuðum erlendis. Þær hafa staðið fyrir hinum ýmsum menningaruppákomum, tónleikum og tískusýningum svo ekki sé talað um nánast daglega sviðsetningu af dýrindis verslunarvarningi við Ráðhústorgið á Akureyri - Frúin í Hamborg gerir mikið fyrir bæinn - og andrúmsloftið - eldra fólk kemur og minnist fortíðarinnar en unga fólkið kynnist henni. Það gerir sér ekki grein fyrir hvað við erum stutt frá gamla tímanum, það veit ekki hvað ritvél er eða skífusími. Það vantar "enter" takkanna á þessu öllu saman ...... Byggðasöfnin standa fyrir sínu - en hjá okkur máttu snerta og kaupa fyrir slikk ef þú hefur áhuga. Það kostar ekkert inn!"