STELLA SIGURGEIRSDÓTTIR


Stella Sigurgeirsdóttir
11.08.06-24.08.06

Brota/Brot
Brot sem koma héðan og þaðan standa ein sér eða með öðrum.
Brot af upplifun, af endurkasti, af hugmyndum.
Brot sem mynda á endanum heild.
texti: Stella Sigurgeirsdóttir


"Þessi sýning samanstendur af skiltum og orðum. Á skiltunum eru athafnir úr bernskunni og orðin tengjast veru minni á Akureyri þegar ég var barn," útskýrir Stella.
Listakonan er að eigin sögn algjör miðbæjarrotta og því var Akureyrarbær mjög framandi fyrir henni á sínum tíma. "Mér fannst eins og ég væri að koma til útlanda, ég fór í fyrsta skipti ein í flugvél þangað og allir töluðu svo einkennilega íslensku sem ég hélt að væri útlenska. Ég hef líka verið eins og svampur og sogað að mér öll áhrif, þessi orð og umhverfi."
Úrvinnsluna má síðan sjá á sýningu á Akureyri sem hefur yfirskriftina, "brota/brot."Titillinn vísar ekki aðeins til minningabrota heldur einnig til stærðfræðinnar, sem er skondið í ljósi þess að í höfuðstað Norðurlands eignaðist Stella sinn fyrsta vasareikni sem er enn í notkun. "Ég hef ekki einu sinni skipt um batterí í honum ennþá," segir hún. "Það eru einhverjir töfrar á bak við þetta allt saman,"segir Stella, en bernskan og staðurinn leggjast á eitt við að mynda heillandi minningar. "Maður var barn hér og allt varð svo framandi, stórt og framandi. Orð eins og Amaro, mér fannst það mjög til dæmis útlenskt og framandi orð," segir hún hlæjandi.
Stella hefur unnið talsvert mikið með texta og á höfðuðborgarsvæðinu gefur að líta fjölmörg frumleg skilti eftir listakonuna, sem mörg eru á óvenjulegum stöðum, til dæmis úti í Reykjavíkurtjörn. "Maður leitar oft í sama miðilinn þótt efnið eða inntakið sé ólíkt, "segir Stella.
Sýningin"brota/brot" er unnin sem innsetning í Gallerí BOX í Kaupvangsstræti 10 á Akureyri og verður opnuð kl 17 í dag en hún stendur til 24. ágúst. Þótt ýmislegt hafi þróast og breyst norðan heiða síðan Stella kom þangað fyrst segir hún að ævintýraljómi hvíli enn yfir bænum. "Þessi orð í verkunum eiga ennþá erindi og merkingu í mínu hjarta. Það hverfur Ekki."
texti: Kristrun@frettabladid.is

Stella útskrifaðist úr Listaháskólanum í Reykjavík árið 2003. Síðan þá hefur hún haldið fjölmargar sýningar bæði hér heima og erlendis. Stella býr og starfar í Reykjavík. Hún hefur unnið mikið við leikmyndagerð og einnig myndlistarkennslu. Nánar upplýsingar um Stellu er að finna á heimasíðu UMM. http://www.umm.is/UMMIS/Listamenn/Listamadur/118

Stella Sigurgeirsdóttir fd. 10.01.1970
Brú, Skerplugötu 3, 101 Reykjavík
s. 551-1510 – gsm. 698-5020

vinnustofa; Hverfisgötu 50, 101 Reykjavík
netfang; stella@centrum.is

NÁM
2000 Listaháskóli Íslands; b.a. – myndlist, Myndlistardeild
1997-´99 Myndlista og handíðaskóli Íslands, Grafíkdeild
1993-´96 Kennaraháskóli Íslands, b.ed – Myndlistarskor
1987-´88 Agder Folkehögskole Noregi, Skúlptúr
1991 Fjölbrautaskólinn í Breiðholti, listasvið – Stúdentspróf