BALDVIN RINGSTED

I HAVE A DREAM
26.08-14.09 2006
-ræða Martin Luther King
-fyrir solo selló
-Ule Handorf flutti part úr verkinu á opnuninni.
Verkið hefur einnig verið sýnt og flutt í:
New York, Brooklyn Fireproof Gallery, May 2006
Glasgow, Machintosh Gallery, June 2006
Frammi í stofunni hefur Baldvin Ringsted sett upp verkið „I have a dream", unnið út frá samnefndri ræðu Martin Luther King. Framsetning verksins er hógvær og það krefst þess af áhorfandanum að hann setji sig inn í það og lesi þær upplýsingar sem með fylgja. Þessi ræða Martins Luther King, sem hann flutti í ágúst 1963 er söguleg og mjög tilfinningalega hlaðin. Baldvin hefur tekið ræðuna og yfirfært hana tæknilega yfir á nótur fyrir sellóleikara og var hluti þess fluttur á opnun. Tónar sellósins hafa án efa náð að einhverju leyti að skila tónfalli og tilfinningu ræðunnar. Nóturnar sem hér eru sýndar eru áhugaverðar að því leyti að áhorfandinn les í þær og ímyndar sér hæðir og lægðir í tónfalli, eins er það spennandi í sjálfu sér að velta fyrir sér sjónrænni framsetningu tungumálsins á þennan máta því allt sem við segjum felur í sér sterka hrynjandi. Hér eru nóturnar eins og verksummerki um eitthvað liðið, en þegar við hugsum til ræðu King er efniviður hennar óréttlæti sem enn er ekki liðið undir lok og er enn svo áleitið í samfélagi okkar, – líka hér á landi, að aðeins tilhugsunin verður til þess að verk Baldvins verður eins og fagleg stílæfing í heimi sem frekar þarfnast réttlætis. Þessi staðreynd vekur spurningu um hlutverk listamannsins ísamfélaginu og um tilfinningaleg mörk. Árið 1995 skrifaði dans- gagnrýnandinn Arlene Croce umdeilda grein í The New Yorker og sagði að hún ætlaði sér ekki að skrifa um danssýningu svarta, eyðnismitaða danshöfundarins Bill T. Jones vegna þess að raunverulegt fólk með krabbamein og eyðni var hluti af sýningunni. Slíkt var að hennar mati handan allrar gagnrýni, væri list „fórnarlamba sem ekki væri hægt að skrifa um". Í þessu samhengi er áhugavert að velta því fyrir sér hvort Baldvin Ringsted Vignisson frá Íslandi geti tekið eins innihaldsríkan sögulegan atburð og þennan og notað hann í eigin listaverk? Hvaðan koma þær tilfinningar sem hann spilar svo sterklega á hjá áhorfandanum, fær hann þær að láni hjá Martin Luther án þess að spyrja? Hjá svörtum þrælum sögunnar? Spurningar sem erfitt er að svara en gera verkið eftirminnilegt og tilefni til umræðu.
texti:Ragna Sigurðardóttir/menning/morgunblaðið
Baldvin Ringsted Vignisson
Fæddur á Akureyri árið 1974
http://baldvinringsted.blogspot.com
email: bringsted@gmail.com
MENNTUN
’05 -´07.....Glasgow School of Art, MFA
’00 - ’04.....Akureyri School of Art, BA
’03 - ’03.....Lahti polytechnic school of art Finland
’94 – ’97.....F.Í.H. School of music