JIM COLQUHOUN


The Hounds of Tindalos
26.08-14.09 2006
Jim Colquhoun is an artist and writer based in Glasgow. His work explores the spaces where history and myth, art and life, fiction and fact collide, rearranging each other in unlikely and unforseen ways.
This show is based on a short story by American pulp writer Frank Belknap Long "The Hounds of Tindalos" in which the tyranny of "angles" becomes apparent and modernism is laid bare in all its ineffable horror.
SÝNING skoska listamannsins Jim Colquhoun er innblásin af hryllingssögunni „The hounds of Tindalos" eftir Frank Belknap.
Á heimasíðu listamannsins er tilvitnun í söguna sem varpar frekara ljósi á innsetningu hans í Boxi, en þar segir
m.a. „Handan lífsins – andlit hans varð hvítt af skelfingu – er eitthvað sem ég get ekki skilgreint. Það smýgur gegnum horn.
Líkamslaust, og mjakar sér hægt gegnum skörp horn". (Lausleg þýðing RS) . Í Gallerí Boxi hefur Jim Colquhoun útrýmt öllum
skörpum hornum, mýkt línur þar sem veggir mæta lofti, gólfi eða öðrum vegg, rýmið er eins og vatteraður klefi. Innsetningin er fyndin þegar þessi texti er hafður í huga, en ég las hann nú ekki fyrr en eftir á því hann fylgir ekki innsetningunni og hefði
líklega þrengt túlkunarmöguleika hennar um of. Í víðara samhengi má skoða innsetninguna sem tilraun til að gera
út af við fyrirbærið „hvíta kubbinn" með málningarlímbandi, hvítri málningu og handafli. „Hvíti kubburinn" er hugtak sem lýsir hefðbundnu sýningarrými fyrir myndlist og myndlistarmenn hafa nú um langt árabil leitast við að brjóta sig út úr. Í slíku
samhengi er innsetning Colquhoun líka fyndin en felur um leið í sér þau skilaboð að nauðsynlegt sé að forðast stöðnun. Sjónrænt nær hann að skapa nokkuð sterkt andrúmsloft í þessum litla kassa sem Boxið er.
texti: Ragna Sigurðardóttir/menning/morgunblaðið
Jim Colquhoun
11 Woodlands Drive, 2 /1
Glasgow, G4 9EQ
Contact: 0141 564 8955 / 07931498137
email: j_colquhoun@hotmail.com
MENNTUN
1999-2003 BA (Hons) Fine Art, (Environmental Art Dept) Glasgow School of Art