KRISTÍN GUNNLAUGSDÓTTIR

KRISTÍN GUNNLAUGSDÓTTIR 09.12-06.01 2007
Verkið á sýningunni ber titilinn "Barn undir fjalli". Það er unnið með tækni miðalda, eggtempera á tré með blaðgulli. Stærðin er 74 x 108 cm.
Á miðfleti myndarinnar blasir við stór stapi, eða stór biti af fjalli, klofinn í þrennt. Undir fjallinu hvílir barn, verndað af ógnarstærð og aldastyrk þess.
Verkið sýnir smæð og viðkvæmni manneskjunnar, umvafin stórkostlegum kröftum, himni og jörð.
Kristín Guðrún Gunnlaugsdóttir
e-mail: kgg@islandia.is
http://www.kristing.is
Kristín er fædd á Akureyri 1963.
MENNTUN
1975 - 1983 Námsskeið í myndlist í Myndlistaskólanum á Akureyri.
1983 - 1984 Fornámsdeild í Myndlistaskólanum á Akureyri.
1984 - 1987 Myndlista- og handíðaskóli Íslands.
1987 - 1988 Íkonagerð í klaustri í Róm, Ítalíu.
1988 - 1993 Ríkisakademían í Flórens, Ítalíu.
Oro e colore, Laboratorio scuola, Flórens Ítalíu.