KRISTÍN HELGA KÁRADÓTTIR


AT QUALITY STREET / VIÐ GÆÐAGÖTU
10.02 - 03.03 2007
Kristín Helga Káradóttir opnar laugardaginn 10. feb. kl. 16:00 í Galleríi Boxi á Akureyri sýningu á verki sem hún nefnir “At Quality Street” eða “Við Gæðagötu”.
Um langt skeið hafa Íslendingum borist margvíslegir Mackintosh (Quality Street) sælgætismolar í skrautlegum dósum með mynd af hermanni og hefðarkonu í búningum fyrri tíðar. Þetta var hið klassíska “spari-sælgæti” margra. Fjölskyldan átti sérstakar gæðastundir þegar Mackintosh-konfekt var á boðstólnum og hver og einn seildist eftir sínum uppáhalds mola. Og konfekt þetta er enn vinsælt.
Við Gæðagötu Kristínar Helgu ber ýmislegt á góma sem minnir á þessa Mackintosh-hefð okkar Íslendinga en jafnframt er skyggnst inn í heim barna í Afríku þar sem listaskonan var við störf. Hvítklæddur trúður leikur listir sínar með gamlar Mackintosh-dósir og kunnugleg fröken hringsnýst við tónlist eftir Bjarna Guðmann Jónsson.
Sýningin felur í sér fortíðarþrá en einnig brennandi spurningu um gæði og fáránleika tilverunnar.
Sýningin er opin laugardaga og sunnudaga frá 14-17 og stendur til 3. mars.
Kristín Helga Káradóttir lauk námi í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2004. Hún hefur haldið nokkrar einkasýningar, m.a. fyrir skömmu í Listasafni ASÍ í Reykjavík.
khk@hive.is
MENNTUN
2001-2204 BFA, Listaháskóli Íslands, Myndlist
2002 Listakademían í Kaupmannahöfn, skiptinemi
1998-2000 Fjölbrautaskólinn í Breiðholti, listabraut
1996-2000 Myndlistarskólinn í Reykjavík, ýmis námskeið
1996-2001 Listalýðháskólinn Thorstedlund í Danmörku, myndlist og leiklist
1988 Verzlunarskóli Íslands, stúdentspróf