MARGRÉT BLÖNDAL

07.07.07. kl 14:00
Margrét Blöndal sýnir teikningar
Margrét H. Blöndal er fædd í Reykjavík 1970. Hún stundaði nám í
fjöltæknideild MHÍ og fór síðan til Bandaríkjanna þar sem hún lauk
mastersgráðu frá Rutgers University árið 1997. Margrét hefur haldið
einkasýningar og samsýningar innan lands og utan.
Um þessar mundir stendur yfir einkasýning á verkum hennar suður í Róm
í Galleria Alessandra Bonomo. Þetta er í þriðja sinn sem Margrét
heldur yfir heiðar með verk sín í farteskinu til sýningarhalds í
höfuðstað Norðurlands. Heimasíða hennar er http://margrethblondal.net
Á sýningunni eru teikningar með vatnslit og olívuolíu frá 2007
Sýningin stendur til 22.júlí
Opið er á laugardögum og sunnudögum frá 14-17
en einnig eftir samkomulagi