BIRTA GUÐJÓNSDÓTTIR


28.07 - 12.08 2007

Opnun laugardaginn 28.júlí kl. 14:00
Sýningin stendur til 12.ágúst
Allir velkomnir



BIRTA GUÐJÓNSDÓTTIR
birta@this.is
http://www.this.is/birta


Speglasýningin (endurvörpun)

stikkorð / vegvísar:
speglun (eiginleg / samsömun)
að horfa (hvað ræður því hvað þú sérð)
galdur (trikk)
klassíkin (mýtológían)
annarsheims (eigin heims)
myndavél (galdur, trikk)
skynjun (lærð / sjálfsprottin / áunnin)
útgangspunktur (hvarfpunktur)
einföldun (hluti fyrir heild)
mynd (hvað sýnir hún)
svigar (eftir-hugsun)

Ég hef fallið í gildru spegilsins, viljug hef ég látið lokkast inní þennan klassískasta leik allra tíma; leikinn við ljósbrotið, og alltaf látið gabbast. Þessi leikur er heil veröld, kemur mér sífellt á óvart. Spegill er manngerður hlutur, sem maðurinn hefur þó litla stjórn á. Spegill snýst í höndunum á þér, leikur á þig líkt og hann eigi sér sjálfstætt líf. Líkt og fljótandi form spegils; kvikasilfrið, er hann gott kennslugagn í lífsins skóla, um hverfulleika, afstöðu og næmni fyrir umhverfinu.


Birta er fædd í Reykjavík árið 1977

Menntun:

2004, Útskrift með MA-gráðu í almennri myndlist frá “Piet Zwart Institute” í Rotterdam, Hollandi.
2001, Útskrift með BA-gráðu frá Myndlistardeild Listaháskóla Íslands.
2000, Skiptinemi við Listaakademíuna í Helsinki (Kuuvataide), Finnlandi.
1997, Stúdent af Nýmálabraut frá Menntaskólanum í Reykjavík.

Birta hefur haldið fjölda einka- og samsýninga og hefur starfað mikið við sýningarstjórn, m.a. í Safni, Laugavegi. Ferilskrá er að finna á heimasíðu hennar.