Þorbjörg Halldórsdóttir



Laugardaginn 20. október klukkan 16:00 opnar Þorbjörg Halldórsdóttir sýninguna

Rúllutertur og randalin

Yfirskrift sýningarinnar er rúllutertur randalín drullubú og hálfmánar.


Litríkar ljósmyndir af kökum sem voru vinsælar á sjötta og sjöunda áratugnum hafa lengi heillað mig . Sama er að segja til dæmis um gamlar handskrifaðar uppskriftir af kleinum og hnallþórum hverskonar. Nostralgia er eilift viðfangsefni og er minningin um drullukökur svoldið sérstök því það kemur upp þessi tilfinning að búa til eithvað sem er svo ótrúlega girnilegt á að líta að maður fær vatn í muninn en svo kemur hin tilfinningin sem er vonbrigðin að geta ekki borðað ,ok það er hægt en nú dæmi hver fyrir sig. Til heiðurs allra drullubúa sem voru og eru starfandi . Ég held samt að þeim sé farið að fækka núna á seinni árum. Kannski ekki.



Góða ferð inn í heim skynfæra og bragðlauka og kannski vonbrigða


Allir velkomnir
Léttar veitingar