HRAFNKELL SIGURÐSSON

VORVERK 16.02 - 09.03 2008
HRAFNKELL SIGURÐSSON
Hrafnkell Sigurðsson hlaut sjónlistarverðlaunin 2007
Hann var líka einn af stofnendum listframleiðslufyrirtækisins Oxsmá.þar sem hann var rokksöngvari þar til starfsemin var lögð niður í kringum 1985.
Hrafnkell útskrifaðist úr fjöltæknideild myndlista og handðaskólans árið1987, og fór ári síðar til Maastricht í Hollandi og stundaði nám við grafíkdeild Jan Van Eyck Academy fram til 1990.
Hrafnkell bjó lengi í Lundúnum þar sem hann lauk Meistarprófi frá Goldsmiths College, 2002. og hefur kennt bæði við LHÍ og myndlistarskóla Reykjavíkur, en síðan 2004 hefur hann verið búsettur í Reykjavík þar sem hann nú starfar við myndlist.
Hann hafur tekið þátt í sýningum allt frá Ástralíu til Akureyrar, og á verk á þekktum Listasöfnum í Reykjavík, Munchen, Lissabon og Barcelona og víðar.
Ljósmyndaverk er það sem hann er helst þekktur fyrir en hann hefur líka unnið í aðra miðla, eins og video, hljóðverk og gjörninga.

Í verkum sínum fjallar Hrafnkell um tengsl náttúru og manns. Þar spinnast saman þættir úr rómantík og módernisma sem á stundum vísa til ritúala. Hið skíra yfirbragð sem virkar í fyrstu fjarlægjandi gefur verkunum nálægð. Yfirborð umhverfist í innri heima og í meðförum listamannsins breytist óreiðan í samhverfu. Hin rómantíska sýn á hið upphafna sem einkennist af samfellu ógnar og heillunar tekst á við hið hversagslega sem birtist í formi líkamans, en hann er hvorttveggja í senn, fulltrúi óreiðu og jafnvægis. Segja má að líkaminn sé miðpunktur myndbirtinga Hrafnkells, allt frá snjófjöllum og tjöldum til nýbygginga og ruslapoka. Það er þó ekki fyrr en í myndbandsverkunum sem hann kemur fram nakinn og auðsveipur, fulltrúi þeirra ólíku afla sem knýja verk listamannsins áfram.
Hrafnkell Sigurðsson hlaut sjónlistarverðlaunin 2007
Hann var líka einn af stofnendum listframleiðslufyrirtækisins Oxsmá.þar sem hann var rokksöngvari þar til starfsemin var lögð niður í kringum 1985.
Hrafnkell útskrifaðist úr fjöltæknideild myndlista og handðaskólans árið1987, og fór ári síðar til Maastricht í Hollandi og stundaði nám við grafíkdeild Jan Van Eyck Academy fram til 1990.
Hrafnkell bjó lengi í Lundúnum þar sem hann lauk Meistarprófi frá Goldsmiths College, 2002. og hefur kennt bæði við LHÍ og myndlistarskóla Reykjavíkur, en síðan 2004 hefur hann verið búsettur í Reykjavík þar sem hann nú starfar við myndlist.
Hann hafur tekið þátt í sýningum allt frá Ástralíu til Akureyrar, og á verk á þekktum Listasöfnum í Reykjavík, Munchen, Lissabon og Barcelona og víðar.
Ljósmyndaverk er það sem hann er helst þekktur fyrir en hann hefur líka unnið í aðra miðla, eins og video, hljóðverk og gjörninga.

Í verkum sínum fjallar Hrafnkell um tengsl náttúru og manns. Þar spinnast saman þættir úr rómantík og módernisma sem á stundum vísa til ritúala. Hið skíra yfirbragð sem virkar í fyrstu fjarlægjandi gefur verkunum nálægð. Yfirborð umhverfist í innri heima og í meðförum listamannsins breytist óreiðan í samhverfu. Hin rómantíska sýn á hið upphafna sem einkennist af samfellu ógnar og heillunar tekst á við hið hversagslega sem birtist í formi líkamans, en hann er hvorttveggja í senn, fulltrúi óreiðu og jafnvægis. Segja má að líkaminn sé miðpunktur myndbirtinga Hrafnkells, allt frá snjófjöllum og tjöldum til nýbygginga og ruslapoka. Það er þó ekki fyrr en í myndbandsverkunum sem hann kemur fram nakinn og auðsveipur, fulltrúi þeirra ólíku afla sem knýja verk listamannsins áfram.