ERIN GLOVER



HUGLEIÐING
Ljóðræn verk í lúmskum leik við áhorfandann.
Myndlist
______________
galleriBOX
Erin Glover-A Forest for Iceland
Í HINU smáa sýningarrými Boxi við Kaupvangsstræti á Akureyri hefur hin kanadíska Erin Glover, gestalistamaður Gilfélagsins, unnið innsetningu sem opnuð var á skírdag. Þar hefur hún af hugulsemi fært Íslendingum, a.m.. um stundarsakir, lítinn skóg eins og yfirskriftin gefur til kynna: "A Forest for Iceland".
Sýningin er unnin í samstarfi við listahópinn Populus Tremula.
Það er sem þyrping stíliseraðra trjágreina vaxi út úr veggnum og staka grein þar hjá. Greinarnar eru hvítar að lit og yfirborð þeirra er örlíti loðið. Þær teygja sig út í rýmið og mynda, ásamt mjúkum skuggunum, "greinótt" mynstur. Verkið er jafnframt nokkurs konar felumynd, því að við nánari athugun reynist sumir "skugganna" vera málaðir (fölbláir) á vegginn: verkið er þrívítt og hefur einnig tvívíða eiginleika málverks. Þetta er ljóðrænt verk sem lætur lítið yfir sér en nær að laða fram lúmskan leik við áhorfandann. Þá felur það, í einfaldleika sínum í sér ýmis merkingarlög - ekki síst vísun í skóg (og "fjarveru" hans hér á landi) en hin hvíta útfærsla ber með sér andlegar, jafnvel trúarlegar skírskotanir. Er hér á ferðinni hugvekja í tilefni páskanna?
Morgunblaðið 4. APRÍL 2008 / Menning / Anna Jóa
ERIN GLOVER
20.03 - 06.04
Sýningin er samstarfsverkefni galleriBOX og Populus Tremula.
Opnun um páskahelgina, á skírdag 20.mars kl. 14:00.
Um Erin Glover:
E d u c a t i o n
2 0 0 4 BFA Ontario College of Art & Design
2 0 0 0 AOCAD Ontario College of Art & Design
1 9 9 8 / 9 9 OCAD Florence Off Campus Program
My work is comprised of two consecutive series. The first is a collection of garments that wrap, cover and protect. Each article of clothing is shown empty, but carrying shapes and forms that reference the body. These articles of costume serve as our social armor and become an extension of our own skin. The second series is a gathering of personal objects and furniture taken from domestic settings. All of the items are worn from use and tend to adopt grand and layered personalities when transplanted into new compositions.Each image begins with a photograph. The pictures are transferred onto paper or board and layered with pastel, pencil and paint. Lines both real and imagined extend beyond the edge of each image allowing for shapes and textures to become softened. The pieces are small pockets of private space.