Erika Lind Isaksen 22. nóvember - 7. desember

Erika Lind Isaksen opnaði sýningu í galleriBox þann 22. nóvember 2008. Þetta var síðasta sýningin á vegum galleriBox áður en Myndlistarfélagið tók yfir starfsemina.
Um sýninguna ritaði Erika:
"Af hverju heldur maður upp á hluti? Hvers vegna heldur maður í þessa hluti en ekki aðra? Öðlastu betri innsýn í manneskjuna þegar þú skoðar þá...
Ég hef sennilega flutt um 40 sinnum á ævinni ef ekki oftar, hætti að telja þegar ég var komin í um 20;
Reykjavík - Garður - Keflavík - Reykjavík - Akureyri - Keflavík - Akureyri - Keflavík - Christchurch - Akureyri - Christchurch - Svalbarðsströnd - Akureyri og ótal sinnum á milli húsa á þessum stöðum. Alltaf fækkar hlutunum sem ég held uppá en nokkrir ferðast alltaf með mér og ég get ómögulega hugsað mér að hafa þá ekki þó oftar en ekki sitji þeir þegjandi ofan í kassa — af hverju? Hvaða gefa þeir mér? Væri ég ekki
sama manneskjan ef ég léti þá frá mér? Hverfa þá minningarnar sem tengjast þeim? Særi ég sálir gefandans ef ég læt þá frá mér? Af hverju get ég losað mig við heila búslóð en ekki þessa hluti? Segja þeir eitthvað um mig? ...eða er þetta bara einhverskonar fortíðarþrá?
Þessi sýning fjallar um þetta en ég er líka að hleypa fólki inn fyrir varnarmúrana sem ég hef dundað mér við að byggja upp í svo mörg ár. Við erum öll eitt – af hverju er ég þá svona hræddur við að hleypa fólki inn? Ég er ekkert öðruvísi en allir hinir? Ekki betri, ekki verri, bara hluti af heildinni.
Titill sýningarinnar er sjálfhverfur — ég leyfi mér í augnablik að vera það sem ég var alin upp við að vera ekki. Ef ég er ekki ég þá er ég ekki neitt, er það sjálfhverft? Ef til vill... Af hverju hef ég ekki getað hleypt fólki inn fyrr? Hvað er þarna inni sem ég hef ekki vilja opinbera, sennilega ekkert og því falla múrarnir, við erum öll eitt..."
Erika stundaði nám í Myndlistarskólanum á Akureyri á málunarbraut á árunum 1986-1989 og hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum á Nýja Sjálandi.
Hún hefur unnið við skapandi kertagerð, postulínsdúkkugerð, hönnun, í antikbúð og ýmislegt fleira en hefur starfar í Listasafninu á Akureyri undanfarin 5 ár.