"Hlauptu af þér hornin" - sýning Þóru Sigurþórsdóttur
Þóra Sigurþórsdóttir leirlistakona opnar sýningu sína í galleríBOX, Sal Myndlistarfélagsins, laugardaginn 11. júlí kl. 14.
Þóra stundaði nám við Myndlistarskóla Reykjavíkur og lauk prófi frá leirlistardeild Myndlistar- og handíðarskóla Íslands árið 1989. Hún vinnur jafnt nytjahluti sem skúlptúra og nýtir ásamt leir og járni annan efnivið í listsköpun sinni, til dæmis hrosshár og kindahorn.
Þóra hefur haldið margar einkasýningar og einnig tekið þátt í allnokkrum samsýningum.
Sýningin stendur til 26. júlí.
Allir eru velkomnir og léttar veitingar verða í boði á opnun.
Þóra stundaði nám við Myndlistarskóla Reykjavíkur og lauk prófi frá leirlistardeild Myndlistar- og handíðarskóla Íslands árið 1989. Hún vinnur jafnt nytjahluti sem skúlptúra og nýtir ásamt leir og járni annan efnivið í listsköpun sinni, til dæmis hrosshár og kindahorn.
Þóra hefur haldið margar einkasýningar og einnig tekið þátt í allnokkrum samsýningum.
Sýningin stendur til 26. júlí.
Allir eru velkomnir og léttar veitingar verða í boði á opnun.