Guðrún Pálína Guðmundsdóttir opnar sýninguna Taktur í sal Myndlistarfélagsins.
Laugardaginn 28. ágúst kl. 14.00 opnar Guðrún Pálína Guðmundsdóttir sýninguna Taktur í sal Myndlistarfélagsins í Listagilinu á Akureyri. Guðrún Pálína sýnir teikningar og málverk þar sem hún vinnur út frá hugmyndinni um lífstaktinn skoðaðan í ljósi ættfræði þar sem telft er saman staðreyndum og tilbúnum persónum.
Sýningin mun standa til og með 19. september og er opin föstu-, lauga- og sunnudaga frá kl. 14.00-17.00 eða eftir samkomulagi við sýnanda.