Klippimyndir

Ólafur Sveinsson opnar sýningu á klippimyndum laugardaginn 12. mars kl. 14:00 í Sal Myndlistarfélags Norðurlands, Boxinu á Akureyri.
Klippimyndir þessar eru unnar frá 1978 til dagsins í dag. Klippimyndir þessar hafa fæstar sést opinberlega áður. Ein var með á Erróklippimynda sýningu á Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsi nú um áramótin síðustu. Aðrar hafa orðið til og dvalið og beðið síns tíma.
Myndirnar eru saga um tímann, manninn og ferðalag sem hófst fyrir löngu og stendur enn. Sjón er sögu ríkari og sagan rík af myndum.
Sýningin er opinn um helgar frá kl. 14.00- 17.00 til 27.mars.