
Ninnundrin
Laugardaginn 9.april kl.14 opnar Ninna Þórarinsdóttir sýningu sína Ninnuundrin í Boxinu, sal Myndlistarfélagsins í Listagilinu á Akureyri.
Sýningin verður samansafn gamalla og nýrra verka hönnuðarins og myndskreytisins Ninnu Þórarinsdóttur. Ninnundur er samansafn af furðuverum, ævintýraheimum og vélrænum dýrum, sýndar sem teikningar og skúlptúr.
http://www.flickr.com/photos/ninna_dance/
Ninna útskrifaðist árið 2006 frá Design Academy Einthoven sem hönnuður. Eftir útskrift hefur hún ferðast um heiminn og unnið við ýmiskonar verkefni meðal annars að skóhönnun í Guangzhou, Kína, teiknimyndagerð í Los Angeles, USA og iðnhönnun í Amsterdam, Hollandi.
Hún starfar nú á Íslandi sem myndskreytir og hönnuður.
Sýningin er opinn um helgar frá kl. 14.00- 17.00 til 16.apríl