Duet-Duet
Föstudagskvöldið 1. júlí kl. 21 opnar ástralski listamaðurinn Adam Geczy sýningu sína Duet-Duet í Boxinu, Gilinu á Akureyri. Adam Geczy hefur nýlega lokið vinnustofudvöl í Hrísey.
Adam frumsýnir tvö myndbandsverk sem hann hefur unnið í samvinnu við mjög ólík tónskáld, ástralan Peter Sculthorpe og Thomas Gerwin frá Berlín.
Eitt verkanna Kakadu (2009) er unnið út frá hljóða-ljóði (tone-poem) með sama nafni eftir einn af virtustu tónskáldum ástrala, Peter Sculthorpe. Kakadu er verndað svæði í norður Ástralíu, þekkt fyrir fegurð og stórbrotið landslag.
Verkið AreaContraPunctus 7 (2011) sem er unnið með Thomas Gerwin er án tilvísana út á við nema í óhlutbundin form.
Sýningin stendur til 17. júlí og eru allir velkomnir.