Verksmiðjan á Hjalteyri kynnir

BYLTINGIN VAR GAGNSLAUS!!!Hlynur Hallsson og Jóna Hlíf Halldórsdóttir
27.08. - 11.09. 2011

GalleríBOX, salur Myndlistarfélagsins
Kaupvangsstræti 10, Listagili, 600 Akureyri

Opnun á Akureyrarvöku laugardaginn 27. ágúst kl. 14
Opið laugardaga og sunnudaga 14-17

https://www.facebook.com/event.php?eid=256091777754191

Hlynur Hallsson og Jóna Hlíf Halldórsdóttir setja nú upp fjórðu sameiginlegu sýninguna sína eftir stutt hlé en á síðasta ári var þríleikurinn “Áfram með smjörlíkið” á dagskrá í Listasafni ASÍ í Reykjavík, Verksmiðjunni á Djúpavík og hjá 111 – a space for contemporary art í Berlín.

Í texta í sýningarskrá segir Hjálmar Stefán Brynjólfsson meðal annars:
“Verk Hlyns og Jónu eru allt í senn einföld, fjölbreytt og hugmyndaauðug. Þau vinna með marga ólíka miðla – Hlynur hefur fengist við ljósmyndir, vídeó, texta, gjörninga og innsetningar, Jóna hefur unnið með ljósmyndir, vídeó, texta, gjörninga og innsetningar. Verkin draga dám af því hvaða miðill verður fyrir valinu í hvert sinn en þátttaka áhorfandans er oft mikilvæg.
Í verkum beggja er að finna margbrotna en einfalda tjáningu. Verkin virðast á einhvern hátt hrein og bein og eiga greiða leið inn að hjarta- og heilarótum. Sum verkanna eru lævís, önnur kröftug, og mörg bera slagyrðingalegan brag á sér. Einfaldleikinn talar beint til manns og virðist fela í sér einhverja nánd, kannski falska (hver veit).”


Hlynur Hallsson (f. 1968) er menntaður við Myndlistarskólann á Akureyri, Myndlista- og handíðaskóla Íslands sem og við listaháskóla í Hannover, Hamborg og Düsseldorf í Þýskalandi. Hann hefur verið gestakennari við Myndlistarskólann á Akureyri og Lisatháskóla Íslands og hefur auk þess sett upp og skipulegt sýningar annarra listamanna. Hann hefur hlotið ýmsa styrki og viðurkenningar fyrir verk sín.
Jóna Hlíf Halldórsdóttir (f. 1978) er menntuð við Myndlistarskólann á Akureyri, var við nám í Finnlandi og lauk MFA-gráðu frá Glasgow School of Art í Skotlandi. Hún hefur verið sýningarstjóri hjá VeggVerk og Gallerí Ráðhús og hefur líkt og Hlynur hlotið ýmsar viðurkenningar og styrki fyrir verk sín.

Sjá nánar á http://hlynur.is , http://hallsson.de og http://jonahlif.com

Sýningin í GalleríBOXi, sal Myndlistarfélagsins stendur til 11. september og er opin laugardaga og sunnudaga kl. 14-17.

Nánari upplýsingar veita: Hlynur Hallsson 6594744 og Jóna Hlíf Halldórsdóttir 6630545


20 persónulausar, nafnlausar, tröllalausar athugasemdir við greinina Byltingin var gagnslaus!

1) Æ ég veit það ekki. Á einhverjum tímapunkti bara, bara vissi maður að það myndi ekkert gerast - að nýtt Ísland væri bara frasi. Handónýt pæling. Að byltingin væri ekki byrjun heldur einn hlekkur í þessari keðju. Hefur einhver breyst? Hefur eitthvað breyst? Hef ég breyst? Hefur þú breyst? Breyttist landið? Breyttust peningar? Breyttist tíminn? Breyttist fólk? Vildi maður að fólk breyttist?
Og ef ekkert breytist, til hvers var þá að gera byltingu?
Æ ég veit það ekki. Maður byltir sér fyrir svefninn. Það er byltingin manns. Annars er bara að halda áfram, það er það eina - svona í stöðunni.

2) Kreppa er svona ástand þar sem ekkert breytist og fólk bíður á meðan þúsundir missa sitt. Einhver verður að blæða fyrir skuldunum.

3) Almennt séð eru allar byltingar gagnslausar. Það er alveg vitað. Öllum krafti mætir annar kraftur sem heldur aftur af breytingum og stefnir öllu í það sama. Hann sagði það, Newton. Það er eiginlega fyrirfram vitað. Byltingar eru gagnslausar, það eru ekki fréttir. Það vissu allir að byltingin yrði gagnslaus. Sagan segir það. En þett var samt geðveikt flott bylting. Það verða sagðar sögur af þesari byltingu.
Þannig að þessi frasi: byltingin var gagnslaus!, hann segir ekkert. Þetta er engin frétt. Þetta er eins og að segja að hvíta húsið sé hvítt.

4) Það er ekkert verra en að teljast vera gagnslaus, nema þá vitagagnslaus. Þegar ekkert gagn er af manni eru engin not fyrir mann - engin nytsemi og því nánast enginn tilgangur. Gagnslaus maður er bara iðjulaus, hreyfingarlaus grafkyrr.
Ekkert að gerast. Gengur hvorki né rekur. Bara standa í stað - eða nokkuð af leið.
Gagnsleysi er iðjuleysi er dauði.

5) Í þvi sem er gagn, því nytsamlega. Í því felst lykillinn. Þar býr gamanið og ánægjan. Þar á hamingjan heima. Í gagninu býr hamingjan. Nefninlega. Gagn og gaman.

6) Í staðinn fyrir að segja Byltingin var gagnslaus!, ætti að segja: Þér þarf ekki að leiðast.

7) Hámarks hamingja fyrir hámarks nytsemd - hina algjöru gagnsemi - endanlega gagnsemi náttúrunnar fyrir manninn. Þangað vil ég fljúga á eldflaug.

8) Stundum finnst manni allt þurfa að vera svo fjandi gagnlegt - og á sama tíma sér maður fólk sem virðist ekki vera að gera gagn en er samt að fá fullt af pening. Skil það ekki alveg. Ætli það sé landlægt að reyna að koma vinnunni sinni yfir á aðra? Svona þjóðaríþrótt kannski.

9) Byltingin stefnir alltaf í sama farið. Hvað svo? Hvað nú? Ekki gerir maður aðra byltingu eftir byltinguna? Hún verður alveg jafn gagnslaus og sú fyrri. Hvað gerir maður í staðinn fyrir byltingu ef maður hefur samt massíft ógeð á samfélaginu, peningum og hvötum nytseminnar?

10) Mér leiðist. Má ég fá meira?

11) En já gagnsemi er ekki mælikvarðinn á byltingar. Ekki heldur breytingar sem gerðar eru. Heldur sagan. Og byltingarhetjurnar. Við þurfum byltingarhetju, til að þessi bylting hætti að teljast gagnslaus. Hvar eru hetjurnar? Hvar er Che Guevara? Er það gaurinn með Bónusfánann?

12) Maður á að vera duglegur. Maður á ekki að vera latur. Þessi bylting er alltof löt.

13) Þetta er frábær dagur og frábær bylting. Frábær grein. Frábært veður líka.

14) Ekki það sem var. Ekki það sem er. Eitthvað annað.

15) Kommon. Hvað átti þessi bylting að vera annað en gagnslaus? Hvað vildirðu eiginlega? Öll vandamál úr sögunni? Nýtt Ísland? Og á hvaða grunni, sem ekki var til staðar fyrir?
Á meðan það er ekki skýr valkostur - önnur pláneta, nýtt sólkerfi, fer öld Vatnsberans með okkur beinustu leið niður gljúfrin ofan í hyldýpið. Nú fyrst kemur kreppa.

16) Byltingin var gagnslaus, það er staðreynd. Það hefur ekkert breyst. Samfélagið er eins, hvort sem það er gott eða vont, nema nú eiga færri eitthvað og þeir sem eiga missa sitt eða hluta af sínu. Og hvað svo? Hafi byltingin átt að breyta einhverju hefur hún ekki gert það. Þess vegna er hún gagnslaus.

17) Byltingin var ekki gagnslaus heldur þvert á móti nauðsynleg. Það varð að breyta til í samfélaginu eftir hrun. Nú er tími erfiðleika og fórna, breytinga og uppbyggingar. Ekkert ríki rís úr öskustó á tveimur árum og heldur ekki Ísland. En hvað svo? Breytingar eru sársaukafullar og taka tíma. Þegar þeim verður lokið mun sjást að byltingin var nauðsynleg.

18) Það hefur bara verið ein alvöru bylting á Íslandi og það var hundadagabyltingin. Jörundur lifi.

19) Gagnsleysi er tabú. Stórhættuleg hugmynd í nútímanum. Þótt fullt af skrítnu fólki hafi tekið upp merki gagnsleysis í gegnum tíðina hafa þau orðið samfélaginu að bráð fyrir vikið. Okkur er ætlað að vera gagnleg. Að vera gagnslaus er versta einkunn sem hægt er að fá. Til hvers að lifa ef ekkert gagn er af manni? Þá er maður ómagi og aumingi - enginn matvinnungur. Sá sem er júsless hann er eiginlega ekki neitt, hvorki sjálfum sér né öðrum. Og ef maður vinnur engu(m) gagn, þá er hreinlega ekkert gagn af manni.
Hvern djöfulinn á maður þá að gera af sér? Lifa eins og steinn? Vera tré?

20) Gagnið er maður sjálfur, það er uppspretta yndis: það er auður og endalaus hamingja.


Hjálmar Stefán Brynjólfsson

Þórey Eyþórsdóttir


Þórey Eyþórsdóttir opnar sýningu sína í Boxinu, sal Myndlistarfélagsins laugardaginn 30.júlí kl.15:00.
Allir velkomnir.

Duet-DuetFöstudagskvöldið 1. júlí kl. 21 opnar ástralski listamaðurinn Adam Geczy sýningu sína Duet-Duet í Boxinu, Gilinu á Akureyri. Adam Geczy hefur nýlega lokið vinnustofudvöl í Hrísey.
Adam frumsýnir tvö myndbandsverk sem hann hefur unnið í samvinnu við mjög ólík tónskáld, ástralan Peter Sculthorpe og Thomas Gerwin frá Berlín.
Eitt verkanna Kakadu (2009) er unnið út frá hljóða-ljóði (tone-poem) með sama nafni eftir einn af virtustu tónskáldum ástrala, Peter Sculthorpe. Kakadu er verndað svæði í norður Ástralíu, þekkt fyrir fegurð og stórbrotið landslag.
Verkið AreaContraPunctus 7 (2011) sem er unnið með Thomas Gerwin er án tilvísana út á við nema í óhlutbundin form.

Sýningin stendur til 17. júlí og eru allir velkomnir.

Nicole Pietrantoni


Laugardaginn 4. júní kl. 14:00 opnar bandaríska listakonan Nicole Pietrantoni sýninguna Souvenirs/Signs í Boxinu.
Allir velkomnir

Sýningin Souvenirs/Signs samanstendur af grafíkmyndum og innsetningum eftir bandaríkska listamanninn Nicole Pietrantoni. Nicole hefur unnið síðustu mánuði hjá Íslenska grafíkfélaginu. Hún er styrkt af Leifur Eiriksson Foundation and af Fulbright. Hún blandar saman stafrænni og hefðbundinni prentun, rannsókn hennar endar í innsetningum og verkum á pappír sem kanna samskipti manns við náttúru.
Sýningin stendur til 12. júní.

Ninnundrin

Laugardaginn 9.april kl.14 opnar Ninna Þórarinsdóttir sýningu sína Ninnuundrin í Boxinu, sal Myndlistarfélagsins í Listagilinu á Akureyri.
Sýningin verður samansafn gamalla og nýrra verka hönnuðarins og myndskreytisins Ninnu Þórarinsdóttur. Ninnundur er samansafn af furðuverum, ævintýraheimum og vélrænum dýrum, sýndar sem teikningar og skúlptúr.

http://www.flickr.com/photos/ninna_dance/

Ninna útskrifaðist árið 2006 frá Design Academy Einthoven sem hönnuður. Eftir útskrift hefur hún ferðast um heiminn og unnið við ýmiskonar verkefni meðal annars að skóhönnun í Guangzhou, Kína, teiknimyndagerð í Los Angeles, USA og iðnhönnun í Amsterdam, Hollandi.
Hún starfar nú á Íslandi sem myndskreytir og hönnuður.

Sýningin er opinn um helgar frá kl. 14.00- 17.00 til 16.apríl

KlippimyndirÓlafur Sveinsson opnar sýningu á klippimyndum laugardaginn 12. mars kl. 14:00 í Sal Myndlistarfélags Norðurlands, Boxinu á Akureyri.
Klippimyndir þessar eru unnar frá 1978 til dagsins í dag. Klippimyndir þessar hafa fæstar sést opinberlega áður. Ein var með á Erróklippimynda sýningu á Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsi nú um áramótin síðustu. Aðrar hafa orðið til og dvalið og beðið síns tíma.
Myndirnar eru saga um tímann, manninn og ferðalag sem hófst fyrir löngu og stendur enn. Sjón er sögu ríkari og sagan rík af myndum.
Sýningin er opinn um helgar frá kl. 14.00- 17.00 til 27.mars.

Kristina Kvalvik og Christina Leithe HansenKristina Kvalvik og Christina Leithe Hansen frá Noregi sem nú dvelja í gestavinnustofu Gilfélagsins á Akureyri

verða með sýningu á ljósmynda og- kvikmyndaverkum í galleri BOXi, Kaupvangsstræti 10,

laugardaginn 19. og sunnudaginn 20. febrúar 2011.

Opið kl 14-17 og allir velkomnirImage/View

Kristina Kvalvik & Christina Leithe Hansen at galleriBOX, Akureyri. Iceland

February 19th - 20th, 2 – 5 pm

galleriBOX is pleased to present the exhibition Image/View, by two Norwegian artists. They explore the uncanny and play with expectations within film and photography, featuring fictive characters in unknown surroundings. In Kvalvik's film the narrator is only present as text and in Leithe's portraits, the character is linked to a symbolic environment.

We hope to see you for the opening at galleriBOX on Saturday, February 19, 2-5 pm

Kristina Kvalvik (b.1980) is a Norwegian artist currently based in Copenhagen, Denmark. She has studied film and fine art in Norway, Sweden and Canada, and completed her MFA from Malmö Art Academy (SE) in 2008. Kvalvik´s work deals with matters relating to surveillance, the inexplicable, and the threatening. In her video installations Kvalvik examine the limitations of sight and our ability to interpret what we see. Kvalvik has exhibited her work internationally including Overgaden; Copenhagen, International Biennial for Contemporary Art; Göteborg, LOOP Film Festival; Barcelona, Center for Contemporary Art; Glasgow, Centre for Contemporary Art; Lagos, Galeria Miroslav Kraljevic; Zagreb, Kunsthalle Exnergasse; Vienna, Parkingallery; Tehran, Västerås Konstmuseum; Västerås, Kuntnernes Hus; Oslo.

Homepage: www.kristinakvalvik.com

Christina Leithe Hansen (b.1978) is a Norwegian artist currently based in Oslo, Norway. She has studied fine art in Norway, Sweden and Scotland, and completed her MFA from Malmö Art Academy (SE) in 2006. In her work with photography she uses traditions of documentary to construct and establish a fictional narration. When building up a scene in her pictures, she focus at a personal reaction and an emotional expression, leaving the actual performance minimal. Leithe has exhibited her work internationally including Spark: Copenhagen, Cirkulationscentralen: Malmö, Terminal 1: Tel Aviv, Konstmässan: Stockholm, Fotomuseum: Winthertur, Galleri Maria Veie: Oslo and Fotogalleriet: Oslo.

Homepage: www.christinaleithe.com

Stemmur/Stemma.

Myndlistamaðurinn Þorsteinn (Steini) Gíslason opnar sýninguna Stemmur/Stemma í sal Myndlistarfélagsins í Boxinu laugardaginn 15. janúar næstkomandi kl.14:00

Ken Leslie


Sýning í gallerí BOXi, Listagilinu, Akureyri, 6.-12. janúar 2011.
Ken Leslie, sem nú dvelur í gestavinnustofu Gilfélagsins, opnar sýningu á verkum sínum í gallerí BOXi, sal Myndlistarfélagsins á Akureyri, á þrettándanum, fimmtudaginn 6. janúar kl. 17 – 19. Sýningin verður opin til miðvikudagsins 12. janúar, alla daga frá kl. 14 – 18.
Ken, sem fæddur er og uppalinn í New York, býr nú í Vermont í Bandaríkjunum þar sem hann kennir og stundar sína myndlist.
Á sýningunni eru m.a. vatnslitamyndir sem hann málaði þegar hann dvaldi hér á Akureyri sumarið 1999 og svo nú yfir háveturinn, en hann hefur verið hér á landi frá því seinnipartinn í nóvember.

Eftirfarandi er lýsing á verkunum:


In June 1999, while I was in residence at the Gestavinnustofa, I painted Sólstöður à Akureyri, a 24-page circular artist's book that followed the sun, one page per hour, as it circled the full 360º panorama of the city as seen from Akureyrarkirkja. (Please see the attached jpeg.) Since then I have painted similar cycle books around the Arctic in summer and in winter--in Kotzebue Alaska, Iqaluit Canada, Inari Finland, Kjøllefjord Norway and Longyearbyen Svalbard. It is with great pleasure that I have returned to paint the winter version of my Akureyri summer book.

These works are painted in watercolor on folded paper, opening to large 125cm diameter circles. You can see them in the "Arctic Cycles" pages of my website, www.KenLeslie.net , but even better than seeing them on your computer, you can come to the Box Gallery and see the actual works and more. The exhibition opens on 6 January and runs through the 12th. During the exhibition I will be in the gallery working on my Akureyri Winter Cycle. I hope to see you there!

Ken Leslie
Professor of Fine Arts
Chair, Visual Arts Center
Johnson State College
337 College Hill
Johnson, Vermont 05656
(802) 635-1315
Ken.Leslie@jsc.edu
http://www.KenLeslie.net

Opnun um helgina


Marjolijn van der Meij og Lind Völundardóttir opna sýningu sína í Boxinu, sal Myndlistarfélags Norðurlands laugardaginn 4. desember kl. 14.
Sýningin er opin frá 14-17, laugardaga og sunnudaga til 19. desember.
Allir velkomnir.


Using vintage photographs as her starting point Marjolijn van der Meij reveals the underlying currents odd social structures and group behavior. In the big charcoal drawings the landscape turns into a mirror of the stagnant and overweight mental state of humanity.
In the snap shot or souvenir type images people recline lazily on the grasses, fields and rocks in a world that has stopped moving. The curtains of waterfalls are frozen, and the people stationed in front of the curtains act as members of a soundless, lost orchestra. The massive drawings seem to reveal to us that our relationship to the wonders of the world is the one of a possessor. We possess – but we do not comprehend.

Í verki Lindar er heimur barnsins til umfjöllunar.
Leikir barna – hvaða athæfi er það? Hvaða stað hefur barnið í samfélagsheildinni? Hlustum við á börn? Tökum við mark á börnum? Er það að vera barn að bíða eftir því að vera fullorðinn?
Verkið er enn í þróun. Í þessum hluta verksins er byggt á nokkrum samtölum sem Lind hefur átt við jafnaldra sína um skólagöngu og leiki.
Flæktur í beislinu með munninn fullan af sandi. Sittu kjur. Ekki hafa Hátt. Stattu í röðinni.
Í þessum samtölum kom berlega fram að barnið var ekki þáttakandi heldur tók það við fyrirmælum frá fullorðnum. Einstefnumiðlun að ofan.

Spuni og Hjartað í vélinni


Spuni og Hjartað í vélinni

23. október – 13. nóvember 2010.

Á laugardag verða opnaðar tvær einkasýningar eftir myndlistarmennina Kristínu Elvu Rögnvaldsdóttur og Melkorku Huldudóttur í sal Myndlistarfélagsins og Gallerí Box á Akureyri.

Í sal Myndlistarfélagsins sýnir Kristín Elva Spuna; teikningar, ljósmyndir og málverk á panel. Kristín Elva vinnur verkin út frá sjónarhorni smádýra sem eiga líf sitt og dauða undir rándýrum og dyntum náttúrunnar.

Í Gallerí Boxi sýnir Melkorka Huldudóttir Hjartað í vélinni. Verkið er innsetning með myndbandi og hljóði. Með sýningunni skoðar Melkorka manneskjuna og tækni nútímans í tengslum við vísindaskáldskap og kvalarfulla lengingu lífs.

Um listamennina

Kristín Elva Rögnvaldsdóttir lauk prófi frá Myndhöggvaradeild Myndlistar- og handíðaskólans árið 1998 og Mastersgráðu frá Konunglegu Listaakademíunni í Stokkhólmi þremur árum síðar. Í listsköpun sinni notar Kristín Elva blandaða miðla; skúlptúr, ljósmyndir, teikningar og hreyfimyndir. Hún vinnur meðal annars út frá hinu hversdagslega í náttúrunni, klisjum í manngerðu umhverfi og sagnahefð. Hún hefur tekið þátt í fjölda sýninga bæði hér heima og erlendis.

Melkorka Huldudóttir útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2002. Hún notar alla mögulega miðla við listsköpun sína og er undir sterkum áhrifum frá kvikmyndum, vísindaskáldskap og tölvuleikjum. Melkorka hefur tekið átt í fjölmörgum sýningum og verkefnum hér heima og erlendis.

Salur Myndlistarfélagsins og Gallerí Box eru í Listagilinu Akureyri, Kaupvangsstræti 10 og eru opin laugardaga og sunnudaga frá kl. 14-17."It's in our nature" Gallerí Box. Opið föstudag til sunnudag 15-17. Allir velkomnir.

"It's in our nature"
Habbý Ósk sýnir myndbandsverk í Gallerí Box fimmtudagskvöldið 23. september frá kl. 18 til 22.
Verkin fjalla á einn eða annan hátt um mannlegt eðli og samskipti fólks.
Habbý Ósk býr og starfar í New York en þaðan lauk hún meistaragráðu í myndlist frá School of Visual Arts. Verk hennar hafa verið sýnd víðsvegar um Bandaríkin og Evrópu.

Kristján Pétur sýnir Þagnarnálina í Boxinu.


Frá laugardeginum 28.ágúst mun Kristján Pétur Sigurðsson sýna tréskúlptúrinn ÞAGNARNÁL í BOXKompunni í Listagilinu. Þagnarnálin er eiginlega langa systir ÞAGNAR-FREYJU, sem sem sést á myndinni standa keik fyrir utan Populus Tremula og BOXið. Sýningin verður opin til 19.september, kl. 14-17 á föstu-laugar- og sunnudögum.

Opnunin er kl. 14.00 á Akureyrarvöku.

Guðrún Pálína Guðmundsdóttir opnar sýninguna Taktur í sal Myndlistarfélagsins.


Laugardaginn 28. ágúst kl. 14.00 opnar Guðrún Pálína Guðmundsdóttir sýninguna Taktur í sal Myndlistarfélagsins í Listagilinu á Akureyri. Guðrún Pálína sýnir teikningar og málverk þar sem hún vinnur út frá hugmyndinni um lífstaktinn skoðaðan í ljósi ættfræði þar sem telft er saman staðreyndum og tilbúnum persónum.
Sýningin mun standa til og með 19. september og er opin föstu-, lauga- og sunnudaga frá kl. 14.00-17.00 eða eftir samkomulagi við sýnanda.

Clara Drummond


Clara Drummond frá London, Englandi, opnar sýningu á teikningum úr
náttúrunni laugardaginn 7.ágúst kl 14.
Sýningin mun standa til sunnudagsins 22.ágúst og verður opin föstudaga,
laugardaga og sunnudaga kl. 14-17.

GrálistGrálist opnar sýningu í sal Myndlistafélagsins laugardaginn 3. júlí kl.14-17.
Sýningin samanstendur af verkum 10 listamanna úr samsýningarhópnum
Grálist.


Þau eru:
Aðalbjörg S. Kristjánsdóttir
Sveinbjörg Ásgeirsdóttir
Sigurlín M. Grétarsdóttir
Linda Björk Óladóttir
Dagrún Matthíasdóttir
Hertha R. Úlfarsdóttir
Unnur Óttarsdóttir
Steinunn Ásta Eiríksdóttir
Ása Ólafsdóttir
Steinn Kristjánsson

Sýningin stendur til 25.júlí og er opin laugardaga og sunnudaga milli kl.
14-17
www.gralist.wordpress.com

ENVELOPE
ENVELOPE, sýning Helene Renard verður opnuð laugardaginn 15. maí kl. 14.00 í BOXinu, litla sýningarsal Myndlistarfélagsins.

Sýningin ENVELOPE opnar 15. maí og lýkur 6. júní. Hún er opin um helgar og Hvítasunnuhelgina frá kl.14.00 - 17.00. Einnig opið fyrstu vikuna eftir opnun alla virka daga frá kl.16.00 - 18.00.


Allir hjartanlega velkomnir og aðgangur ókeypis.

Hlíf Ásgrímsdóttir - Innlyksa


Innlyksa, sýning Hlífar Ásgrímsdóttur verður opnuð laugardaginn 15. maí kl. 14.00 í BOXinu, stóra sýningarsal Myndlistarfélagsins. Sýningin Innlyksa opnar 15. maí og lýkur 6. júní. Hún er opin um helgar og Hvítasunnuhelgina frá kl.14.00 - 17.00. Einnig opið fyrstu vikuna eftir opnun alla virka daga frá kl.16.00 - 18.00.

Allir hjartanlega velkomnir og aðgangur ókeypis.

Hvað leynist í skúmaskotum - sýning Myndlistarfélaga

Laugardaginn 24.10.09 klukkan 16:00 opnar myndlistarsýning félagsmanna Myndlistarfélagsins. Öllum félögum er frjálst að vera með.

Sýningin stendur aðeins þessa einu helgi 24. - 25. okt og er opnunartíminn frá 14 - 17.

Allir velkomnir!

Léttar veitingar á opnun.

Samúel Jóhannsson - opnun 26. september


Listamaðurinn Samúel Jóhannsson opnar myndlistarsýningu sína í galleríBOX - Sal Myndlistarfélagsins laugardaginn 26. september kl. 14.
Sýningin stendur til 18. október.
Allir velkomnir og léttar veitingar í boði á opnun.

CONTAINER - frá opnuninni 29. ágúst

CONTAINER - samsýning í sal Myndlistarfélagsins

Laugardaginn 29. ágúst kl. 15 opna Kalle Mustonen, Atte Uotila, Antti-Ville Reinikainen og Petri Eskelinen samsýninguna CONTAINER í galleríBOX, sal Myndlistarfélagsins.

Léttar veitingar í boði - Allir velkomnir.

________________________________

Þeir aðilar (félagar) sem áhuga hafa á að sitja yfir sýningum á vegum Myndlistarfélagsins eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband í netfangið syningarnefnd@gmail.com. Um er að ræða laugardaga og sunnudaga frá 14-17. Þeim tíma má skipta að vild á milli manna og engin kvöð að taka heila helgi - öll aðstoð er vel þegin.

Einnig vantar umsjónarmann með Aðventuhátíð sem verður í desember. Þeir sem hafa góðar hugmyndir (og þeir eru margir í þessu félagi) endilega hafi samband.

Fyrirheitna landið - opnun í GalleríBOX

Laugardaginn 8 ágúst kl.14.00 opna Sébastien Montéro og Steven Le
Priol sýningu í GalleriBOX.

Tveir strákar með storminn í fangið þar af einn út á sjó…

Hvað getur dregið tvo fransmenn til fyrirheitna landsins hvers
landslag er annálað, þegar þeir leita einskis nema ástarinnar eða ef
ekki vill betur til byltingarinnar ?
Boð frá tveimur kunningjum sem hér eiga heima um að búa til list…
Listin er þeim kostum búin að að lofa hverju sem er en ná síðan
samkomulagi fyrir tilstuðlan jafngildis : tilfinningunni fyrir
landslaginu og uppreisn eldfjallsins.

Listin er þegar við höfum ekkert betra að gera...

Sébastien Montéro og Steven Le Priol eru báðir starfandi listamenn í
París.

Sýningin sem ber heitið Fyrirheitna landið stendur til og með
23 ágúst.

Hún er opin laugardaga og sunnudaga milli kl.14-17.

"Hlauptu af þér hornin" - sýning Þóru Sigurþórsdóttur

Þóra Sigurþórsdóttir leirlistakona opnar sýningu sína í galleríBOX, Sal Myndlistarfélagsins, laugardaginn 11. júlí kl. 14.

Þóra stundaði nám við Myndlistarskóla Reykjavíkur og lauk prófi frá leirlistardeild Myndlistar- og handíðarskóla Íslands árið 1989. Hún vinnur jafnt nytjahluti sem skúlptúra og nýtir ásamt leir og járni annan efnivið í listsköpun sinni, til dæmis hrosshár og kindahorn.

Þóra hefur haldið margar einkasýningar og einnig tekið þátt í allnokkrum samsýningum.

Sýningin stendur til 26. júlí.

Allir eru velkomnir og léttar veitingar verða í boði á opnun.

Vídeóhátíð

Laugardaginn þann 27. júní kl. 14:00 mun GalleriBOX opna Vídeóhátíð fyrir gesti og gangandi.
Verkin koma víða að, þ.á.m frá Finnlandi og Bretlandi.


Skapti Runólfsson

Eva Dagbjört Óladóttir

Björg Eiríksdóttir

Morgane Parma

Bjarke Stenbæk Kristensen

Emmi Kalinen

Hekla Björt Helgadóttir

Sigrún Lýðsdóttir

Unu Björk Sigurðardóttir

Steinn Kristjánsson

Sigurlín M. Grétarsdóttir

Hátíðin stendur yfir þessa einu helgi, 27. júní - 28. júní, kl. 14:00 - 17:00.

Léttar veitingar í boði.

Vídeóhátíðin er styrkt af Ljósgjafanum, Fjölsmiðjunni og Menntasmiðjunni.


Myndir frá Vídeóhátíðinni: